Formúla 1 2018Lewis Hamilton vann sinn fimmta heimsmeistaratitil Sebastian Vettel endaði í öðru sæti keyrandi fyrir Ferrari. Kimi Räikkönen endaði í þriðja sæti á sínu seinasta tímabili með Ferrari. Mercedes unnu sinn fimmta heimsmeistaratitil bílasmiða í röð. Ferrari enduðu í öðru sæti annað árið í röð. Red Bull Racing enduðu í þriðja sæti annað árið í röð. 2018 FIA Formúla 1 Heimsmeistarakeppnin var 69 tímabilið af Formúlu 1 heimsmeistarakeppninni. Það er samkvæmt Fédération Internationale de l'Automobile (FIA), stjórn alþjóðlegra akstursíþrótta, hæsti flokkur í keppni bíla án yfirbyggingar yfir hjóla. Ökumenn og lið kepptu um tvö titla, annarsvega heimsmeistaratitil ökumanna og hinsvegar heimsmeistaratitil bílasmiða. Tímabilið byrjaði í mars og endaði í nóvember, það spannaði 21 kappakstur. Þetta var annað tímabilið í röð þar sem Mercedes og Ferrari börðust um heimsmeistaratitilinn og voru þar Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fremstir í flokki. Þetta var í fyrsta skipti sem tveir fjórfaldir heimsmeistarar börðust um fimmta titilinn. Yfir tímabilið skiptust þeir á forystunni oft en endaði á að Hamilton vann titilinn í þriðju seinustu keppni tímabilsins í Mexíkó og Mercedes vann titil bílasmiða í keppninni eftir það. Vettel endaði 88 stigum á eftir meistaranum Hamilton og Kimi Räikkönen, liðsfélagi Vettel, endaði í þriðja. Mercedes enduðu 84 stigum á undan Ferrari og Red Bull enduðu þriðju, 152 stigum á eftir Ferrari. Nýr öryggisbúnaður var tekin í notkun fyrir tímabilið sem kallast „halo“, það verndar ökumanninn gegn veltum eða aðskota hlutum sem gætu hafnað á ökumanninum. Lið og ökumenn
LiðsbreytingarMcLaren riftu vélasamning sínum við Honda og gerði nýjan þriggja ára samning við Renault.[2] Toro Rosso gerðu samning um að hætta með Renault vélar og fóru yfir í vélar frá Honda, sem hluti af samningnum var Toro Rosso ökumaðurinn Carlos Sainz Jr. lánaður til Renault liðsins.[3] Sauber endurnýjaði vélasamning sinn við Ferrari ásamt því að gera samning við Alfa Romeo svo liðið varð Alfa Romeo Sauber F1 Team.[4][5] Mið-tímabils breytingarSahara Force India F1 liðið varð gjaldþrota á miðju tímabili. Racing Point UK keypti eignir liðsins og kepptu frá 13 umferðinni og út tímabilið sem Racing Point Force India F1 Team.[6] ÖkumannsbreytingarCharles Leclerc (vinstri) og Sergey Sirotkin (hægri) áttu báðir frumraun sína í Formúlu 1 með Sauber og Williams hvor fyrir sig.
Umferðir
Tilvísanir
|