X-Factor
X-Factor er íslensk útgáfa af breska raunveruleikasjónvarpsþættinum The X Factor. Þátturinn hóf göngu sína 17. nóvember 2006 og lauk árið 2007 með aðeins einni þáttaröð. Kynnir í þáttanna var leikkonan Halla Vilhjálmsdóttir.[1] Dómarar voru Einar Bárðarson, Elínborg Halldórsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson.[2] Einar og Páll Óskar höfðu báðir áður setið í dómnefnd í Idol stjörnuleit. Þátturinn gengur út á söngkeppni þar sem þátttakendur keppast um að heilla dómara og áhorfendur sem velja hver sigrar þáttinn. Útslit þáttarins voru haldin í Vetrargarðinum í Smáralind. Hara systur og Jógvan Hansen komust í úrslitaþáttinn þar sem Jógvan stóð uppi sem sigurvegari. Þingmaðurinn og formaður Flokks fólksins, Inga Sæland, lenti í fimmta sæti í keppninni.[3] Tilvísanir
|