Windows 1.0
Windows 1.0 er stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, sem kom út þann 20. nóvember 1985 og var byggt á VisiOn gluggakerfinu sem Microsoft hafði keypt af VisiCorp árið áður. Windows 1.0 var fyrsta tilraun Microsoft til að ná markaðshlutdeild á markaði fyrir stýrikerfi með myndrænt notendaviðmót, þar sem MacOS hafði ráðandi stöðu á þeim tíma. Windows 1.0 var fyrsta stýrikerfið frá Microsoft með stuðningi við mýs, þótt þær hefðu verið studdar í sumum DOS-forritum án hjálpar stýrikerfisins. VélbúnaðarkröfurTil að keyra Windows 1.0 þurfti tölva að vera með MS-DOS 2.0 uppsett, 256 KB af minni og tvö, tveggja leshausa diskadrif eða harðan disk. Þessi fyrsta útgáfa Windows keyrði skeljarforritið MS-DOS M-Executive. Önnur innbyggð forrit voru meðal annars:
Í Windows 1.0 voru ekki fljótandi gluggar/forrit á skjánum heldur var gluggunum raðað eins og veggflísum. |