Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Windows 1.0

Windows 1.0

Skjáskot af Windows 1.0
ÚtgefandiMicrosoft
FjölskyldaMS-DOS
KjarniEnginn
VefsíðaSaga Windows
Staða verkefnisStuðningi hætt 31. desember 2001

Windows 1.0 er stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, sem kom út þann 20. nóvember 1985 og var byggt á VisiOn gluggakerfinu sem Microsoft hafði keypt af VisiCorp árið áður. Windows 1.0 var fyrsta tilraun Microsoft til að ná markaðshlutdeild á markaði fyrir stýrikerfi með myndrænt notendaviðmót, þar sem MacOS hafði ráðandi stöðu á þeim tíma.

Windows 1.0 var fyrsta stýrikerfið frá Microsoft með stuðningi við mýs, þótt þær hefðu verið studdar í sumum DOS-forritum án hjálpar stýrikerfisins.

Vélbúnaðarkröfur

Til að keyra Windows 1.0 þurfti tölva að vera með MS-DOS 2.0 uppsett, 256 KB af minni og tvö, tveggja leshausa diskadrif eða harðan disk.

Þessi fyrsta útgáfa Windows keyrði skeljarforritið MS-DOS M-Executive. Önnur innbyggð forrit voru meðal annars:

  • Calculator (reiknivél)
  • Calendar (dagatal)
  • Clock (klukkan)
  • Notepad (ritblokk)
  • Control Panel (stjórnborð)
  • Paint (teikniforrit)
  • Reversi (Óþelló-leikur)

Í Windows 1.0 voru ekki fljótandi gluggar/forrit á skjánum heldur var gluggunum raðað eins og veggflísum.

  Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Portal di Ensiklopedia Dunia

Kembali kehalaman sebelumnya