Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Soong Ching-ling

Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Soong, eiginnafnið er Ching-ling.
Soong Ching-ling
宋庆龄
Soong Ching-ling árið 1956.
Heiðursforseti Alþýðulýðveldisins Kína
Í embætti
16. maí 1981 – 29. maí 1981
ForsætisráðherraZhao Ziyang
Varaforseti Alþýðulýðveldisins Kína
Í embætti
27. apríl 1959 – 17. janúar 1975
ForsetiLiu Shaoqi
Enginn (eftir 1968)
ForveriZhu De
EftirmaðurUlanhu (1983)
Persónulegar upplýsingar
Fædd27. janúar 1893
Sjanghæ, Kína
Látin29. maí 1981 (88 ára) Beijing, Kína
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Kína (1981)
Kuomintang (1919–1947)
MakiSun Yat-sen (g. 1915; d. 1925)
HáskóliWesleyan-háskóli
StarfStjórnmálamaður

Soong Ching-ling (27. janúar 1893 – 29. maí 1981) var kínverskur stjórnmálamaður. Hún var þriðja eiginkona byltingarleiðtogans Sun Yat-sens sem leiddi Xinhai-byltinguna árið 1911. Soong var oft kölluð „frú Sun Yat-sen“ eða „móðir lýðveldisins Kína“. Soong Ching-ling var ein af Soong-systrunum, sem allar voru giftar kínverskum áhrifamönnum og höfðu talsverð áhrif á kínversk stjórnmál fyrir árið 1949. Eldri systir hennar, Soong Ai-ling, var gift auðjöfrinum H. H. Kung og sú yngri, Soong Mei-ling, var gift Chiang Kai-shek, samstarfsmanni Sun Yat-sens og síðar forseta Lýðveldisins Kína á Taívan. Maóstar sögðu um systurnar: „Ein elskaði peninga, önnur völd og sú þriðja landið sitt.“[1]

Soong gegndi ýmsum mikilvægum embættum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína árið 1949. Hún var varaforseti Kína (1949–1975) og varaformaður fastanefndar kínverska þjóðþingsins (1954–1959, 1975–1981). Soong ferðaðist um heiminn snemma á sjötta áratugnum og birtist í umboði Kínverja á ýmsum alþjóðaviðburðum. Í menningarbyltingunni var Soong hins vegar harðlega gagnrýnd.[2] Eftir að Liu Shaoqi forseti var drepinn í hreinsunum Maós árið 1968 gerðust þau Soong og hinn varaforsetinn, Dong Biwu, í reynd þjóðhöfðingjar Kína til ársins 1972,[3] en þá var Dong útnefndur forseti til bráðabirgða. Soong lifði menningarbyltinguna af en birtist æ sjaldnar opinberlega eftir árið 1976. Soong var formlega þjóðhöfðingi Kína sem formaður fastanefndar kínverska þjóðþingsins frá 1976 til 1978. Þegar heilsu Soong hrakaði í maí 1981 var henni veittur titillinn „heiðursforseti Alþýðulýðveldisins Kína“.

Tilvísanir

  1. Sandy Donovan, "Madame Chiang Kai-Shek: Face of Modern China", Compass Point Books, 2007
  2. Israel Epstein, Woman in World History: The Life and Times of Soong Ching-ling, bls. 551.
  3. Leaders of China (People's Republic of China), zarate.eu from 11 May 2017, retrieved 12 July 2017
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Portal di Ensiklopedia Dunia

Kembali kehalaman sebelumnya