„We Are Never Ever Getting Back Together“ Gefin út: 13. ágúst 2012
„Begin Again“ Gefin út: 1. október 2012
„I Knew You Were Trouble“ Gefin út: 27. nóvember 2012
„22“ Gefin út: 12. mars 2013
„Red“ Gefin út: 24. júní 2013
„Everything Has Changed“ Gefin út: 14. júlí 2013
„The Last Time“ Gefin út: 4. nóvember 2013
Red er fjórða breiðskífa bandarísku söngkonunnar Taylor Swift. Platan var gefin út 22. október 2012 af Big Machine Records. Titill plötunnar vísar í „rauðu“ tilfinningar Swift sem hún upplifði meðan hún samdi plötuna.
Í Bandaríkjunum var Red sjö vikur á toppi Billboard 200 og var viðurkennd sem sjöföld platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA). Hún komst efst á vinsældalista og hlaut fjölplatínu viðurkenningar í Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálandi, og Bretlandi. Platan hlaut tilnefningu sem plata ársins (Album of the Year) á Country Music Association-verðlaununum árið 2013, ásamt tilnefningar sem plata ársins (Album of the Year) og besta kántrí platan (Best Country Album) á Grammy-verðlaununum árið 2014. Swift auglýsti plötuna með tónleikaferðalaginu Red Tour (2013–2014).
Platan hefur komið fram á listum yfir bestu plötur 2. áratugs 21. aldar, þar með talið í 99. sæti á lista Rolling Stone yfir „500 bestu plötur allra tíma“ árið 2023. Í kjölfar deilna um eignarrétt tónlistar Swift, gaf hún út endurútgáfu af plötunni, Red (Taylor's Version), þann 12. nóvember 2021.