OpenOffice.org![]() OpenOffice.org er frjáls skrifstofuhugbúnaður sem byggir á StarOffice. Helsti arftakinn er LibreOffice, sem er viðhaldið eftir að stuðningi við OpenOffice.org var hætt. Forritið, og þessi, að aðrir afkomendur er ókeypis og hægt að sækja þau af Internetinu án greiðslu. OpenOffice.org (og afkomendur) er til á mörgum tungumálum og fyrir ýmis stýrikerfi eins og Microsoft Windows, macOS, Unix, GNU/Linux, BSD og eComStation. OpenOffice.org getur lesið og skrifað fjölda skjalasniða, þar á meðal flest skjalasnið sem Microsoft Office notar. Eftir að Apache Foundation fékk OpenOffice.org í hendurnar frá Sun Microsystems árið 2011 nefndu þeir hugbúnaðinn Apache OpenOffice (sem er enn viðhaldið, stopulega). Aðrir afkomendur OpenOffice.org eru LibreOffice og NeoOffice (sem er ekki ókeypis, ólíkt fyrrnefnndum útgáfum, og er aðeins stutt fyrir macOS). SagaGrunnurinn að OpenOffice.org var þróaður af þýska fyrirtækinu StarDivision sem var stofnað á 9. áratugnum. Aðalvara þeirra var ritvinnsluforritið StarWriter sem var fyrsti myndræni ritþórinn sem var þróaður fyrir stýrikerfið DOS. Seinna setti SD skrifstofuhugbúnaðinn StarOffice á markað en það var forritað í hlutbundnu umhverfi sem var þróað innanhúss hjá fyrirtækinu. Þetta auðveldaði þróun hugbúnaðarins fyrir ólík stýrikerfi án mikilla tilfæringa. Árið 1999 keypti Sun Microsystems StarDivision og ári síðar gáfu þeir út hluta frumkóðans undir nafninu OpenOffice.org með tvenns konar notendaleyfi; LGPL (GNU Lesser General Public License) og SISSL (Sun Industry Standard Source License). Tilgangurinn með þessu var að nýta sér kosti opinnar hugbúnaðarþróunar til þess að OpenOffice.org næði að verða raunhæfur valkostur við Microsoft Office sem þá hafði algera yfirburðastöðu á markaði. StarOffice var áfram þróað samhliða sem hefðbundinn leyfisskyldur hugbúnaður. Nokkrar lausnir sem aðrir höfðu þróað fyrir StarOffice, eins og til dæmis leiðréttingarforrit, var ekki hægt að gefa út með OpenOffice.org þar sem StarDivision átti ekki höfundaréttinn en þessar lausnir komu áfram út með StarOffice. Eiginleikar og skjalasniðHugbúnaðurinn inniheldur nokkur þétt samhæfð forrit; meðal annars ritvinnslu, töflureikni, teikniforrit, glæruforrit, gagnagrunnsviðmót og fleira. Eigið skjalasnið OpenOffice.org var upphaflega það sama og hjá StarOffice (.sd*) sem var í grundvallaratriðum XML-snið þjappað með Java Archive þjöppunarhugbúnaðinum. Síðar var þetta snið þróað áfram og kallað OpenOffice-snið (.sx*). Frá útgáfu 2.0.3 hefur OpenOffice.org notað alþjóðlega skjalastaðalinn Open Document Format (.od*) sem eigið skjalasnið. Grunnhlutar
Hjálparforrit
Afleiddur hugbúnaðurIBM heldur úti útgáfu af OpenOffice sem kallast Lotus Symphony, en það er formsett inní Eclipse-vinnuumhverfið. Lotus Symphony fáanlegt sem ókeypis niðurhal af vef IBM. Tenglar![]() Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist OpenOffice.org. |