Numb3rs
Numb3rs er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fylgir eftir bræðrunum Don Eppes (Rob Morrow) og Charlie Epps (David Krumholtz). Don er FBI alríkisfulltrúi á meðan Charlie er stærðfræðisnillingur. Höfundarnir að þættinum eru Nicolas Falacci og Cheryl Heyton. Framleiddar voru sex þáttaraðir. FramleiðslaHugmyndin að Numb3rs kom fyrst fram í kringum 1990 þegar Nick Falacci og Cheryl Heuton, höfundar þáttarins, mættu á fyrirlestur með Bill Nye, vinsælum vísindakennara. Forsenda þáttarins er sams konar og það sem Colin Bruce hafði ímyndað sér fyrir Sherlock Holmes persónu, ásamt sjónvarpsþætti með Mathnet hluti sem gerður var fyrir börn sem kallaðist Square One. FramleiðendurÞátturinn var framleiddur af framleiðslufyrirtækinu Scott Free Productions sem er í eigu Ridley Scott og Tony Scott, í samvinnu við CBS Television Studios (upprunalega Paramount Television, en varð síðan CBS Paramount Television). TökustaðurÞátturinn átti að gerast við við Tækniháskólann í Massachusetts en þessu var breytt og hinn ímyndaði CalSci var búinn til. Senur fyrir skólann eru teknar upp í kringum Tækniháskólann í Kaliforníu (Caltech) og Suður-Kaliforníuháskólann. Senur fyrir fjölskylduheimili Epps er Craftsman home, húsið sjálft kemur fram í fyrstu þáttaröðinni og eigendur þess eru David Raposa og Edward Trosper. Frá annarri þáttaröð var notast við eftirlíkingu af húsinu. SöguþráðurÞátturinn snýst aðallega um sambandið á milli bræðranna og föður þeirra, Alan Epps, (Judd Hirsch) og tilraun þeirra til að berjast við glæpi í kringum Los Angeles. Aðalleikarar og persónur
ÞáttaraðirFyrsta þáttaröðFyrsta sería sýnir hvernig sambandið á milli Don og Charlie þróast með hjálp föður þeirra. Don vinnur náið með alríkisfulltrúunum Terry Lake og David Sinclair. Á meðan Charlie sækist eftir hjálp og stuðningi frá prófessor Larry Fleinhardt og doktorsnemanum Amita Ramanujan. Aðeins þrettán þættir voru framleiddir og Sabrina Lloyd sem lék Terry Lake var skipt út fyrir Diane Farr sem leikur Megan Reeves. Önnur þáttaröðÍ annarri þáttaröð verða nokkrar breytingar á leikaraliðinu, tveir nýir alríkisfulltrúar, Megan Reeves og Colby Ranger, bætast við en Terry Lake flytur til Washington. Charlie á við nokkur stærðfræðivandamál að stríða, ásamt því að hann byrjar að vinna að nýrri kenningu, Cognitive Emergence Theory. Larry selur húsið sitt og byrjar að lifa frjálslegum lífsstíl auk þess sem hann byrjar rómantískt samband við Megan Reeves. Amitu er boðin prófessorsstaða við Harvard-háskóla en á erfitt með að ákveða hvort hún eigi að fara eða vinna í sambandi sínu við Charlie. Alan byrjar að vinna aftur og fara á stefnumót en á erfitt með að komast yfir missi konu sinnar. Bæði Alan og Charlie dreymir hana. Þriðja þáttaröðCharlie og Amita byrja saman, sama gera Larry og Megan, þá sérstaklega eftir að henni var rænt. Amita á erfitt með að koma sér fyrir sem CalSci prófessor og Larry lýsir yfir að hann sé að fara út í geim í sex mánuði, sem hefur mikil áhrif á Charlie. Dr. Mildred Finch, nýráðinn yfirmaður CalSci Eðlis-, stærðfræði- og stjörnufræðideildarinnar, kemst upp á kant við Charlie og samstarfsmenn, ásamt því að Alan byrjar að deita hana. Á meðan þá byrjar Don að slá sér upp saman með alríkisfulltrúanum Liz Warner en fer að hafa áhyggjur um sitt eigið siðferði og byrjar að fara til ráðgjafa. Charlie hittir ráðgjafa Dons og eftir það þá skilja þeir hvor annan betur. Alan hjálpar til sem ráðgjafi vegna þekkingar sinnar á verkfræði. Larry kemur aftur tilbaka frá geimstöðinni, ásamt því að lokaþættirnir sýna að Colby var tvöfaldur útsendari fyrir Kínverja. Mestu breytingar er fjarvera leikarana Peter MacNicol (lék í 24) og Diane Farr (ólétt), ásamt því að breytingar urðu á hvernig listi leikarana kemur upp í byrjun þáttarins. Fjórða þáttaröðÞáttaröðin byrjar á því að Colby Granger strýkur úr fangelsi og síðan kemst í ljós að hann var þrefaldur útsendari. Hann byrjar aftur að vinna hjá FBI. Don og Liz hætta saman og á hún erfitt með traust Dons. Foreldrar Amitu koma í heimsókn. Megan á erfitt með vinnu sína og biður Larry um hjálp. Don byrjar að deita Robin Brooks sem er saksóknari. Megan flytur til Washington D.C. og Charlie lendir í rifrildi við Don vegna máls. Það hefur þær afleiðingar að Charlie sendur ákveðnar upplýsingar til vísindamanna í Pakistan sem hefur þær afleiðingar að Charlie missir öryggispassa sinn og er handtekinn. Með þessu getur hann ekki hjálpað Don lengur, Charlie viðurkennir að vinna hans hjá FBI hefur meiri áhrif á hann en hann hélt. Fimmta þáttaröðÞáttaröðin byrjar á því að kærurnar gegn Charlie eru lagðar niður og á endanum fær hann öryggispassa sinn aftur. Don byrjar að fræðast meira um gyðingatrú. Nýr meðlimur bætist hjá FBI í formi Nikki Betancourt, Liz er boðin stöðuhækkun en afþakkar hana. Alan er kominn í nám í CalSci og þjálfa körfuboltaliðið þar. Don verður fyrir hnífaárás og Charlie sakar sjálfan sig fyrir það. Charlie ákveður að einbeita sér meira að vinnu sinni hjá FBI. Í lokaþættinum er Amitu rænt og liðið reynir að finna hana. Eftir að henni er bjargað þá biður Charlie hana um að giftast sér. Svar hennar er óvitað. Sjötta þáttaröðÞáttaröðin byrjar með trúlofun Charlie og Amitu. Stuttu á eftir þá hættir Larry við að fara og vinna hjá CERN í Geneva og hættir að vera með námskeið fyrir næstu önn og Charlie uppgvötar að Larry er enn og aftur að fara og skilja alla vinnu sína hjá Charlie. Don kemst að því að fyrrverandi leiðbeinandi hans er svikull, sem kemur niður illa á Don þegar hann þarf að skjóta leiðbeinanda sinn. Charlie og Don komast að því að Alan hefur misst mikið af peningum sínum. Eftir smá töf yfirgefur Larry LA en finnur land til sölu rétt fyrir utan borgina. Alan ákveður að byrja að vinna aftur sem tölvubúnaðs ráðgjafi. David óskar eftir aðstoð frá Don varðandi vinnuferil innan alríkislögreglunnar. Charlie og Amita byrja að skipuleggja brúðkaup sitt og ákveða að ganga í prógram sem kallast Big Brothers Big Sisters of America til þess að æfa sig í foreldrahlutverkinu. DVD útgáfa
Verðlaun og tilnefningarBMI Film & TV verðlaunin
Emmy verðlaunin
Túlkunin á stærðfræðinni
Nokkrir stærðfræðingar vinna sem ráðgjafar fyrir hvern þátt. Stærðfræðin sem er notuð í þættinum er raunveruleg. Þrátt fyrir hversu vel stærðfræðin er raunverulega sett fram bæði á töflu og tali, þá er hún ekki megin markmiðið hjá starfsliði Numb3rs, samkvæmt Cheryl Heuton, öðrum af höfundum þáttarins. Kennsluprógram sem kallast We All Use Math Every Day býður upp á kennsluráð byggt á stærðfræðinni sem kemur fram í þættinum. Prógramminu er stýrt af fyrirtækinu Texas Instruments í sambandi við landsamtök kennara í stærðfræði í Bandaríkjunum. Efnið sem er búið til af kennurunum og stærðfræðingunum er ætlað fyrir nemendur í skólum. Bók sem kallast The Numbers Behind Numb3rs: Solving with Mathematics var gefin út í ágúst 2007. Var hún skrifuð af Keith Delvin og Dr. Gary Lorden, ráðgjafa fyrir þáttinn. Bókin útskýrir þær stærðfræðiaðferðir sem hafa verið notaðar af FBI og öðrum lögregludeildum. Síðan þátturinn var frumsýndur, þá hefur Prof. Mark Bridger (Norheastern University) haldið uppi netsíðu sem útskýrir þá stærðfræði sem kemur fram í hverjum einasta þætti. Wolfram Reasearch (framleiðandi Mathematica), sem er aðal stærðfræðiráðgjafinn, fer yfir handrit og gefur upplýsingar um bakgrunn stræðfræðina sem er notuð. Frá fjórðu þáttaröð hafa þeir sett upp heimasíðu með CBS sem kallast „The math behind Numb3rs“. Áhyggjuefni frá stærðfræðingumAð minnsta kosti einn stærðfræðiráðgjafi við þáttinn hefur lýst áhyggjum sínum yfir því hvernig stærðfræðin er notuð, þar sem hún er sett inn eftir að handritið hafi verði skrifað, í staðinn fyrir að hafa ráðgjafann með á öllum stigum framleiðslunnar. Aðrir hafa lýst áhyggjum yfir því hvernig kvenstærðfræðingum er lýst, ásamt sambandinu á milli Charlie Epps og Amitu Ramanujan. Heimildir
Tenglar |