Loeb Classical LibraryLoeb Classical Library er ritröð, sem er gefin út af Harvard University Press. Í ritröðinni eru gefnir út allir helstu bókmennta- heimspeki- og vísindatextar klassískrar fornaldar, þ.e. á forngrísku og latínu. Í bókunum eru textarnir bæði á frummálinu, hægra megin í hverri opnu, og í enskri þýðingu, vinstra megin í hverri opnu. Auk söguljóða og lýrísks kveðskapar, harmleikja og gamanleikja og rita um sagnfræði, landafræði, heimspeki, vísindi og læknisfræði, mælskufræði og ræðumennsku eru einnig gefin út verk þeirra kirkjufeðra, sem studdust mjög við heiðna menningu. Ágóði vegna útgáfunnar er nýttur í námsstyrki fyrir framhaldsnema í klassískum fræðum við Harvard University. TilurðJames Loeb átti upphaflega hugmyndina að ritröðinni og stofnaði hana. T.E. Page, W.H.D. Rouse og Edward Capps ritstýrðu fyrstu bindunum, sem komu út hjá William Heineman and company árið 1912. Bækurnar voru frá upphafi innbundnar í grænu og rauðu litunum (grísku textarnir eru grænir en latnesku textarnir eru rauðir), sem einkenna bækurnar í dag. Síðan þá hefur mikill fjöldi bóka komið út í ritröðinni og og margar elstu þýðingarnar hafa veruð endurskoðaðar jafnvel nokkrum sinnum. ViðtökurEnda þótt fornfræðingar noti ógjarnan Loebs bækur (sem hafa einungis lágmarks apparatus criticus) og telji þær öðru fremur vera þýðingar með texta til hliðsjónar fremur en fræðilega útgáfu á textunum með þýðingu til hliðsjónar, og margir almennir lesendur séu lítt hrifnir af stílnum á ensku þýðingunum (sem er oft fórnað til þess að þýðingarnar megi vera eins nákvæmar og kostur er), eru Loeb útgáfurnar eigi að síður afar útbreiddar. Árið 1917 skrifaði Virginia Woolf (í Times Literary Supplement):
Harvard University tók að öllu leyti við ritröðinni árið 1989 og á undanförnum árum hafa verið gefin út árlega fjögur eða fimm endurskoðuð bindi. Árið 2001 hóf Harvard University Press útgáfu á nýrri ritröð bóka með svipuðu formi. Í ritröðinni I Tatti Renaissance Library koma út lykilverk frá miðöldum og endurreisnartímanum á frummálinu (venjulega latínu) með enskri þýðingu til hliðar; bækurnar eru innbundnar eins og Loeb bækurnar en eru bláar á litinn. (Bækurnar eru hins vegar í öðru broti.) Heimild
Tengill
|