Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Framfaraflokkurinn

Framfaraflokkurinn var heiti það sem stuðningsmenn Valtýs Guðmundssonar í stjórnmálum tóku sér fyrir Alþingiskosningarnar 1900 og eftir þing kom saman. Fyrir Alþingiskosningarnar 1903 buðu meðlimir Framfaraflokksins fram undir merkjum Framsóknarflokks. Áður hafði hópurinn kallað sig Stjórnbótarflokk.

Helstu stefnumál Framfaraflokksins voru stofnun banka, símsamband við útlönd og að stofnað yrði embætti ráðherra Íslands með aðsetur í Kaupmannahöfn í samræmi við hugmyndir Valtýs Guðmundssonar. Vegna síðastnefnda stefnumálsins uppnefndu andstæðingar flokksins hann: Hafnarstjórnarflokk til aðgreiningar frá Heimastjórnarflokki. Framfaraflokkurinn náði meirihluta á þingi og fékk stjórnarskrárfrumvarp sitt um ráðherra í Kaupmannahöfn samþykkt, en sviptingar í dönskum stjórnmálum breyttu stöðunni skyndilega.

Auk Valtýs hafði flokkurinn á að skipa ýmsum atkvæðamiklum stjórnmálamönnum, s.s. Kristjáni Jónssyni, Skúla Thoroddsen og Ólafi Briem.Helstu málgögn voru Ísafold og Þjóðviljinn.

Tilvísanir og heimildir

  • Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0295-5.
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Portal di Ensiklopedia Dunia

Kembali kehalaman sebelumnya