Fear Factory í Þýskalandi árið 2015.Burton C. Bell, söngvari FF. (2010)Dino Cazares gítarleikari FF. (2015)
Fear Factory er bandarískþungarokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1989.
Sveitin hefur verið kennd við undirgreinarnar groove metal, industrial metal, dauðarokk og nu-metal.
Textar hljómsveitarinnar fjalla einkum um tækniþróunina og að hún eigi eftir að koma mannkyninu í koll, að mannkynið verði úrelt og vélarnar taki við. Einkenni tónlistarinnar er hraður trommu- og bassataktur ásamt aggressífum öskurstíl.
Ósætti hljómsveitarmeðlima hefur sett sitt mark á bandið. Eftir aldamót hættu bassa- og trommuleikarinn, Christian Olde Wolbers og Raymond Herrera.
Árið 2020 hætti söngvarinn, Burton C. Bell og hélt sig við sólóverkefni. Gítarleikarinn Dino Cazares ákvað að halda áfram með hljómsveitina og fann hann nýjan söngvara, Ítalann Milo Silvestro. [1]