Share to: share facebook share twitter share wa share telegram print page

Benjavalurt

Benjavalurt

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt: Munablómaætt (Boraginaceae)
Ættkvísl: Valurtir (Symphytum)
Tegund:
Benjavalurt (S. × uplandicum)

Tvínefni
Symphytum × uplandicum
Nyman[1]
Samheiti

Symphytum × coeruleum Petitm. ex Thell.
Symphytum × densiflorum Buckn.
Symphytum × discolor Buckn.
Symphytum × lilacinum (Bucknall)
Symphytum peregrinum auct. non Ledeb.


Benjavalurt[2] (fræðiheiti: Symphytum × uplandicum[3]) er fjölær jurt af munablómaætt, ættuð frá Evrasíu. Hún ber fjólublá til himinblá blóm í margblóma kvíslskúf. Öll jurtin er bursthærð. Blöðin stór, hjartalaga. Hún er algengur blendingur valurtar og burstavalurtar og myndast náttúrulega í Kákasus þar sem útbreiðsla móðurtegundanna mætist, en aðallega í görðum þar sem báðar eru ræktaðar.

Benjavalurt er talin góð fóðurplanta fyrir býflugur.[4] Einnig er hún ræktuð sem lækningaplanta[5] eins og móðurtegundirnar, svo og sem fóðurplanta og til að bæta jarðvegsástand.

Hún er harðgerð og hefur reynst vel í görðum hérlendis.

Afbrigðið "Bocking #14"

Þekktustu ræktunarafbrigðin "Bocking No. 4" og "Bocking No. 14" frá HDRA (Henry Doubleday Research Association), sem og "Harras"[6] sem er fyrsta afbrigðið án pyrrolizidine alkólíóða sem hafa verið bendlaðir við lifrarskemmdir.[7]

Tilvísanir

  1. Nym. (1855) , In: Syll. 80
  2. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 1 apríl 2024.
  3. „Symphytum × uplandicum Nyman | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 1 apríl 2024.
  4. „Which flowers are the best source of nectar?“. Conservation Grade. 15 október 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2019. Sótt 18 október 2017.
  5. „Trauma-Beinwell (lat. Symphytum x uplandicum Nyman)“. ratgeber heilpflanzen medizin.de (þýska). Afrit af upprunalegu geymt þann 3 janúar 2013. Sótt 22 febrúar 2012.
  6. Schmidt(?), 2008: High-performance cultivar ’Harras’ as a contribution to quality, efficacy and safety of comfrey (Symphytum × uplandicum Nyman), in: Zeitschrift für Arznei- & Gewürzpflanzen (journal of medicinal and spice plants), Erling Verlag
  7. „FDA/CFSAN – FDA Advises Dietary Supplement Manufacturers to Remove Comfrey Products From the Market“. Food and Drug Administration (enska). Sótt 1 júní 2007.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Portal di Ensiklopedia Dunia

Kembali kehalaman sebelumnya