27. janúar - Óeirðir brutust út í Ísrael eftir að níu Palestínumenn létust í hernaðaraðgerð Ísraelshers í Jenín. Sjö almennir borgarar voru myrtir í samkomuhúsi í Neve Yaakov síðar sama dag.
18. apríl - Fox News samþykkti að greiða Dominion Voting Systems $787,5 milljón dali í bætur fyrir meiðyrði eftir að hafa haldið því fram að kosningavélar fyrirtækisins væru hannaðar til að stela bandarísku forsetakosningunum. Þetta voru hæstu bætur sem greiddar hafa verið í meiðyrðamáli í Bandaríkjunum.
19. apríl - Minnst 90 létust í troðningi á góðgerðasamkomu í Sanaa í Jemen á Ramadan.
24. apríl - Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að Indland væri orðið fjölmennasta land heims, en Kína hafði verið álitið fjölmennasta landið að minnsta kosti frá 1950.
26. júní - Skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabankans um sölu ríkisins á Íslandsbanka var birt. Komist var að þeirri niðurstöðu að brot við söluna hefðu verið alvarleg og kerfisbundin.
27. júní - Miklar óeirðir brutust út í Frakklandi eftir að lögreglan skaut 17 ára pilt í Nanterre, úthverfi Parísar.
Júlí
Sýningar á Barbie og Oppenheimer auglýstar í kvikmyndahúsi í Þýskalandi.
3. júlí - Indverskar olíuhreinsistöðvar hófu að greiða fyrir olíu frá Rússlandi með kínverskum júönum í stað dollara vegna refsiaðgerða Bandaríkjamanna.
3. júlí–5. júlí - Ísraelsher réðst inn í flóttamannabúðir í borginni Jenín á Vesturbakkanum til að eiga við meinta hryðjuverkamenn. 12 Palestínumenn létust og 1 ísraelskur hermaður.
England og Spánn spiluðu í úrslitum Heimsmeistaramót knattspyrnu kvenna í Sydney, Ástralíu. Spænska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann leikinn 1-0 og varð heimsmeistari í fyrsta sinn.
Þrír voru skotnir til bana á 12 tímum kringum Stokkhólm og Uppsala í uppgjöri glæpagengja. Alls 12 létust í septembermánuði í árásum því tengdu og 43 höfðu farist á árinu.
Sycamore Gap-tréð, menningarsögulegt tré, var fellt á Englandi af skemmdarvörgum.
Október
Brunarústir lögreglustöðvar í Sderot í Ísrael eftir árás Hamas.
5. október - Rússneski herinn gerði árás á smábæinn Hroza í Kharkívfylki með þeim afleiðingum að 51 létust. Þar fór fram minningarathöfn úkraínsks hermanns.
Hamas-samtökinréðust inn í Ísrael, tóku yfir 200 gísla, og skutu um 5.000 eldflaugum á landið með þeim afleiðingum að a.m.k. 600 létust og 2000 særðust. Ísraelsmenn gerðu gagnárásir á Gaza og um 300 létust þar og 1800 særðust.
15 voru myrt í skotárás í háskóla í Prag og 25 særðust í skæðustu árás seinni tíma í Tékklandi. Morðinginn drap 2 vikuna áður.
28. desember - Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen varð heimsmeistari í atskák og vann 16. gullverðlaun sín á ferlinum.
29. desember - Innrás Rússa í Úkraínu 2022: Rússar sendu fjölda dróna og flugskeyta á úkraínskar borgir með þeim afleiðingum að 39 létu lífið. Daginn eftir svaraði Úkraína í sömu mynt þar sem 21 lét lífið.