16. janúar - Liðsmenn Al-kaída tóku hundruð erlendra starfsmanna gasvinnslustöðvar við In Amenas í Alsír í gíslingu. 37 gíslar og einn öryggisvörður létu lífið, auk 29 hryðjuverkamanna þegar öryggissveitir réðust til atlögu tveimur dögum síðar.
28. janúar - EFTA-dómstóllinn felldi úrskurð sinn í máli ESA gegn Íslandi. Dómstóllinn sýknaði Ísland af öllum liðum ákærunnar og hafnaði öllum kröfum sem gerðar voru á hendur þjóðinni.
Febrúar
Rykdreifar eftir loftsteininn yfir Tsjeljabinsk.
4. febrúar - Erfðafræðirannsóknir á líkamsleifum sem fundust í Englandi 2012 virtust staðfesta að þær væru úr Ríkharði 3.
28. febrúar - Benedikt 16. lét af embætti sem páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Hann var fyrsti páfinn sem sagði af sér frá árinu 1294.
Mars
Vígsla Frans páfa 19. mars.
6. mars - Á skömmum tíma snjóaði mikið og hvessti veður á Íslandi. Færð varð mjög slæm víða um land og 15 til 20 bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk.
10. ágúst - Yfir 70 létust í hrinu hryðjuverkaárása í Írak eftir að Ramadan lauk.
14. ágúst - Ráðist var á mótmælabúðir stuðningsmanna Mohamed Morsi í Egyptalandi og 2.600 drepin. Samtökin Human Rights Watch lýstu atburðunum sem mestu fjöldamorðum á mótmælendum í sögu samtímans.
9. september - Borgaralegu flokkarnir í Noregi, undir forystu Ernu Solberg, fengu mesta meirihluta sem nokkurt kosningabandalag hafði fengið frá stríðslokum.
8. nóvember - Fellibylurinn Haiyan, sem er sá öflugasti sem gengið hefur á land í heiminum, reið yfir Filippseyjar. Borgin Tacloban varð rústir einar. Tugir þúsunda manna fórust og hundruð þúsunda lentu á vergangi. Hjálparstarf gekk illa meðal annars vegna vatnavaxta og vegaskemmda.